Rækjuveiðar hafnar árið 2017
Ansi er nú gott að vera rækja á íslandsmiðum núna. Enginn bátur á veiðum og enginn því að veiða rækjuna. Rækjan er svo til búinn að vera óveiðanleg síðan um miðjan desember þegar að Sigurborg SH kom með síðasta rækjuskammt ársins 2016 til hafnar.
Engri úthafsrækju hefur verið landað hérna á landinu síðan Sigurborg SH kom með þennan afla. undir lok Janúars þá kom reyndar smá slatti af rækju sem var veitt í Ísafjarðardjúpinu og voru það tveir bátar sem komu með þann afla
Sæbjörn ÍS kom með til Bolungarvíkur alls 2,1 tonn og af því þá var rækja 1,6 tonn,
Sæbjörn ÍS mynd Sigurður Bergþórsson
Halldór Sigurðsson ÍS kom nokkrum dögum seinna með 1,7 tonn af rækju sem landað var á Ísafirði.
Halldór Sigurðsson ÍS Mynd Tryggvi Sigurðsson