Ragnar Alfreðs GK, 40 ára gamall, með fullfermi,2018

Það var ansi góð veiði í Grindavík áður enn brælan skall á , og einn af þeim bátum sem koma til Grindavíkur með fullfermi var líka einn af þeim elstu ef ekki sá elsti,


Ragnar Alfreðs GK sem að Róbert Georgsson eða Robbi eins og hann er kallaður er skipstjóri á  kom í land með fullfermi eða um 10 tonn sem fengust á 24 bala.  

Robbi er búin að eiga Ragnar Alfreðs GK í 10 ár og þrátt fyrir að báturinn sem orðin nokkuð gamall, því að hann var smíðaður árið 1978 og fagnar því 40 ára afmæli sínu núna þetta ár,

og þrátt fyrir 40 ára aldur þá er hæstánægður með bátinn og var ansi sáttur með þennan dag en þetta gerir um 417 kíló á bala







Myndir gísli Reynisson