Ragnar GK, Ævíntýri á Þórshöfn. ,1981
Þegar ég byrjaði mitt bryggjurölt þegar ég var 11 ára í Sandgerði þá var í Sandgerði gríðarlega margir bátar sem gerðu þaðan út. Einn af þeim hét Ragnar GK 233.
Ragnar GK var 22 BT stálbátur sem var smíðaður árið 1979 og hét þá fyrst Gísli á Hellu HF.
Eiríkur sem var eigandi og skipstjóri á Ragnari GK stundaði á honum línu og netaveiðar. en einnig handfæraveiðar. árið 1981 þá var báturinn á handfæraveiðum enn ekki frá Sandgerði því hann fór í ansi langt ferðalag því báturinn fór alla leið til Þórshafnar á Langanesi, og lagði aflanum upp hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar
óhætt er að segja að það ferðalag borgaði sig ansi vel,
í júlí þá landaði Ragnar GK 63 tonnum í einungis sex róðrum eða 10,5 tonn í róðri ,
Hafi júlí verið góður þá var Ágúst mok.
Kíkjum á Ágúst árið 1981,
Fyrsta löndunin var 8 ágúst uppá 8,5 tonn, af því var ufsi 4,4 tonn,
Ragnar GK var úti í 3 daga og kom næst 12 ágúst með risaróður og þetta má segja að sé fullfermi, því landað var úr bátnum 22,4 tonnum af óslægðu. Ufsi var af þessum afla 19,2 tonn.
má segja að í þessari risalöndun Ragnars GK þá hafi verið fiskur bókstaflega útum allan bát,
enn jæja höldum áfram,
15 ágúst þá kom Ragnar GK eftur með góða löndun eða 11,2 tonn og aftur var ufsi uppistaðan eða um 9 tonn,
19 ágúst landaði Ragnar GK enn og aftur fullfermi eða 14,1 tonn og ufsi var þar 12 tonn,
ein lítil löndun kom svo 21 ágúst uppá 3,8 tonn,
Þeir á Ragnari GK lentu svo í mokveiði því eftir einungis einn dag á veiðum komu þeir með 9,7 tonn að landi til Þórshafnar,
og síðasta löndunin var 7,5 tonn á Þórshöfn,
Samtals var því þessi handfæramánuður hjá Ragnari GK á Þórshöfn, feiknarlega góður því aflinn var 77 tonn í 8 róðrum eða 11 tonn í róðri að meðaltali,
Og má geta þess að aflaverðmætið hjá Ragnari GK þennan mánuð árið 1981 var 115 þúsund krónur. ( fann ekki hvernig á að uppreikna hana upp til dagsins í dag)
Ragnar GK Mynd Vigfús Markússon