Rammi ehf kaupir útgerð Þorleifs EA,2019

Sífellt fækkar litlu útgerðunum á landinu,


núna var Rammi ehf á Siglufirði að kaupa fyrirtækið Sigurbjörn ehf í Grímsey með öllum aflaheimildum

aðaleign Sigurbjarnar ehf í Grímsey var báturinn Þorleifur EA sem hefur verið eini stóri netabáturinn sem hefur verið að róa frá Norðurlandinu undanfarin ár.

kvótastaðan Þorleifs EA hefur verið nokkuð góð og núna þetta fiskveiðiárið þá er kvótinn á bátunum um 1041 þorskílgildstonn,

þetta eru 937 tonn af þorski
61 tonn af ýsu
48 tonní af ufsa
14 tonn af steinbít
og minna af öðrum tegundum,

Sigurbjörn ehf hefur verið með litla fiskvinnslu í Grímsey, enn Rammi ætlar sér ekki að vera með vinnslu þar.

Ekki var gefið upp kaupverð,

enn miðað við verð á þorskkvóta í lok árs 2018 þá má áætla að kaupverðið sé um 2,5 milljarðar króna.  

Ekki kemur fram hvað verður gert við Þorleif EA, 


Þorleifur EA mynd Þorgeir Baldursson