Remöy H-99-HÖ með metafla af rækju í Noregi


það fer lítið fyrir því núna að frystitogarar frá ÍSlandi séu að stunda rækjuveiðar en það var þó mikið um þetta fyrir aldamótin,

aðeins um 4 togarar eru á rækjuveiðum við ísland núna.

Aftur á móti þá eru ansi margir frystitogarar í Noregi sem eru á rækju djúpt norður við Svalbarða

þar á meðal hefur togarinn Reval Viking verið á veiðum en Eiríkur Sigurðsson er skipstjóri á honum

og hefur hann sagt að Remöy sé einn sá alflottasti

þar hefur veiðin verið mjög góð og nýverið var sett nýtt aflamet í mestum lönduðum afla á rækju í einni löndun úr togara.

Togarinn Remöy M-99-HÖ kom til Tromsö núna fyrir um viku síðan með metafla,

landað var úr togaranum alls 930 tonnum af rækju sem fengust á 33 dögum.    það gerir um 28 tonn á dag.

Togarinn er frekar nýr og var smíðaður árið 2016 og er 74  metrar á lengd og er með 8 þúsund hestafla vél.

Remöy er ansi öflugur togari og dregur t.d þrjú troll.  

stærsta holið þeirra var 15,2 tonn enn annars var mikið um 12 tonn í hali af rækju í skipinu,

öll rækjan er heilfryst um borð og síðan unnin í landi. 

þess má geta að núna þá hefur togarinn landað um 2444 tonnum af rækju í þremur túrum

og áætlað aflaverðmæti er um 740 til 750 milljónir króna íslenskar eða um 306 kr á kíló




Remöy Mynd Eivind M Svik

15.2 tonna halið.  mynd Eirik Andersen Remøy


12 tonn.  mynd Henning Flosund