Þrír togarar í Noregi með yfir tíu þúsund tonn

Það er nýjsti listin yfir aflahæstu togaranna í Noregi kominn á aflafrettir,




Þar kemur í ljós að alls 3 togarar hafa núna fiskað yfir tíu þúsund tonn hvert skip.

og til viðbótar við það eru þrír aðrir togarar komnir yfir níu þúsund tonn, og eitt af þeim skipum er Havstrand sem er kominn í 9989 ton,

en  hvaða skip eru þetta,

Lítum á það.

Efstur ef Prestfjord.  með 10488 tonn í 15 löndunum 

Prestfjord N-445-Ö er 65 metra langur togari, 15 metra breiður og smíðaður árið 2011.  er með 6000 hestafla vél um borð


Prestfjord mynd Magnar Lyngstad

Númer 2 er Nordtind N-6-VV

hefur sá togari veitt 10227 tonn í 19 löndunum ,

Nordtind er frekar nýtt skip.  smíðað árið 2018 og er 80,4 metra langur, 16,7 metra breiður og er með 6300 hestafla aðalvél


Nordtind Mynd Geir Vinnes

Togari númer 3 sem hefur veitt yfir tíu þúsund tonn þetta árið er 

Atlantic Viking M-68-G   hefur hann veitt 10162 tonn í 10 löndunum 

Sá togari er 74,7 metra langur og 15,4 metra breiður.  er smíðaður árið 2013 og er með 5800 hestafla vél


Atlantic Viking Mynd Magnar Lyngstad


Svo til viðbótar þessu eins og að ofan greinir þá er Havstrand M-525-H  me9 9989 tonn

Granit H-11-AV með 9799 tonn

Atlantic STar M-111-G með 9481 tonn.  sá togari hét áður Helga RE.

Af þessum skipum þá er Granit sá eini sem er flakafrystitogari,  hinir heilfrysta aflann