Risa breytingar á fyrrum Sigurbjörgu ÓF ,2019

Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF var seldur frá Ólafsfirði um sumarið 2017 þegar að Sólberg ÓF kom í staðinn,


Sigurbjörg ÓF var seld til Noregs til fyrirtækis sem heitir Nordnes AS

Fyrirtækið hefur nú samið við skipasmíðastöðina Kleven í Noregi um stórfelldar endurbætur á Sigurbjörgu ÓF,

Svo miklar að í raun má segja að verði nýsmíði úr skipinu,

Skipið verður lengd, byggt nýtt vélarrúm og ný brú með hátæknivæddum búnaði.

Brúin á Sigurbjörgu ÓF var nokkuð aftarlega á skipinu enn mun verða færð mun framar á skipið.  

Skipið verður má segja að hluta til rafvætt, því að það verður útbúið með stórum rafgeymum til þess að draga úr noktun á olíu.

Fyrirtækið Nordnes á fyrir einn stóran gamlan frystitogara sem heitir Nordstar og sá togari er smíðaður árið 1969 enn

var endurbyggður 1998  2005 og 2012.

Það má geta þess að núna í ár þá hefur Nordstar landað um 5000 tonnum af bolfiski og af því þá eru 4400 tonn af ufsa

Hérna að neðan má sjá mynd af Sigurbjörgu ÓF og þar fyrir neðan er tölvumynd af skipinu eftir breytingar,

Þið megið síðan hjálpa smá.  farið á youtube. rás sem heitir Icelandlukka.  ýtið þar á áskrift eða subscribe.  takk fyrir


Sigurbjörg ÓF mynd Magnar Lyngstad


Nordnes áður Sigurbjörg ÓF eftir endurbyggingu