RISA mánuður hjá Ottó N. Þ RE,1982

Ég sit núna inná bókasafninu og er að skrifa niður aflatölur og núna er það árið 1982.


var að skrifa áðan um Sigurð RE og ætlaði bara að láta það nægja í dag af svona gömlum aflatölum,

En það sem ég fann hérna varð bara þannig að ég sagði bara VÁ.  og langaði að deila þessu með ykkur.

Ef að fólk sem þekkir til sjómennsku væru spurt um togara sem væru þekktir fyrir aflasæld og að hafa jafnvel verið aflahæstir yfir heilt ár, þá myndu örugglega koma t.d Guðbjörg ÍS, Kaldbakur EA, Harðbakur EA, og Breki VE upp í hugan,

Ottó N Þorláksson RE á alveg pottþétt heima í þessum hópi og vel það,

það sem ég ætla að sýna ykkur er júní mánuður árið 1982.

Reyndar er rétt að taka það fram að mánuðuðina fram að júní þá var togarinn búinn að fiska æði vel, enn þessi mánuður var feiknarlega góður.

Risalöndun 
þetta byrjaði þann 1 júní þegar togarinn kom til hafnar með vægast sagt fullfermi.  því landað var úr togaranum 293,5 tonnum.  uppistaðan í þeim túr var karfi 137 tonn og ufsi 121 tonn.  Þrátt fyrir þennan gríðarlega afla þá voru einungis 1 tonn af aflanum dæmt í þriðja flokk.

höldum áfram,
næsta löndun var 14 júní og hún var 222,2 tonn og var þorskur uppistaðan í aflanum eða 194 tonn.  4,7 tonn af þorskinum voru dæmt í þriðja flokk

Í þriðju löndun var enn og aftur komið með fullfermi og landað var 22 júní 235,6 tonnum eftir 7 daga túr eða tæp 34 tonn á dag.  þar var uppistaðan karfi eða 224 tonn.  ekkert af aflanum var dæmt í þriðja flokk,

og til að toppa ansi góðan mánuð þá kom svo Ottó N Þorláksson RE þann 29 júní með aðra risalöndun því landað var 259,2 tonn eftir 6 daga á veiðum eða um 43 tonn á dag.  þar var karfi uppistaðan í aflanum eða 227,3 tonn.  
þrátt fyrir þennan risatúr þá var ekkert af aflanum dæmt í þriðja flokk,

þessi mánuður var vægast sagt góður fyrir Ottó  N Þorláksson RE því samtals var aflinn 1010,5 tonn í 4 túrum eða 252,6 tonn í löndun.

í mínum huga er þetta bara VÁ!


Mynd Þórhallur Sófusson Gjörveraa