Risadagur hjá Dagrúnu HU - Drottninginn í mokveiði.
Þegar nýjasti netalistinn í apríl kom á Aflafrettir.is í gær þá kom í ljós að netabáturinn Dagrún HU frá Skagaströnd var númer 3 á listanum með um 18 tonn í 4 róðrum,
En það er nokkuð merkilegt með þennan afla.
Bjóst ekki við miklu
Eiríkur Lýðsson skipstjóri fór ásamt bróður sínum Guðna Már Lýðssyni og syni sínum Friðmar Kári út með 4 trossur sem í voru 40 net.
Þeir lögðu netin stutt út frá höfninni á Skagaströnd, Eiríkur bjóst ekkert við neitt rosalegum afla því það lóðaði lítið þegar hann lagði netin
en annað kom á daginn.
Dráttur byrjar og trossa númer 1
þegar farið var að draga og byrjað var á fyrstu trossunni þá kom í ljós að hún var full af fiski, því í fyrsti trossuna komu tæp 6 tonn af stórum þorski,
og þar sem að Dagrún HU var ekki nema í um 15 mín fjarðlægð frá höfninni þá var farið í land með aflann og út aftur.
Trossa nr 2. líka mok
í trossu númer 2 var líka mokveiði en í hana komu rúm 5 tonn og aftur var farið inn til Skagastrandar til að landa
í síðustu 2 trossurnar þá var fyrst 2 tonn og síðan 3 tonn.
alls gerði því þessi dagur 16,3 tonn í þessar 3 trossur.
Fór allur dagurinn í þetta, byrjað' var að draga klukkan 0830 um morguninn og komið í land úr síðasta túr um kl 1800
Eiríkur sagði í samtali við Aflafrettir að hann hefði aldrei áður lent í svona rosalegri mokveiði þau 12 ár sem hann hefði verið með Dagrúnu HU.
Allur aflinn fór á fiskmarkað og var aflaverðmætið fyrir þennan dag um 4,4 milljónir króna.
Dagrún HU eða Drottninginn
Dagrún HU á sér langa sögu frá Skagaströnd og heimamenn kalla bátinn Drottninguna því báturinn er búinn að vera gerður út frá Skagaströnd
frá því hann var smíðaður árið 1971. Faðir Eiriks hann Lýður Hallbertsson keypti bátinn árið 1975 og var skipstjóri á bátnum
alveg þangað til ársins 2008 þegar að Eiríkur tók við bátnum.
Reyndar hefur báturinn líka verið skráður ST 12 og þá með heimahöfn á Djúpuvík á Ströndum en Lýður á ættir að rekja þangað
og meira segja þá hefur Dagrún ST lagst að bryggju í Djúpuvík en lítill bryggjustuppur er í Djúpuvík,
þegar ég sjálfur eigandinn af Aflafrettir.is fór í ferð um Strandir í ágúst árið 2006 þá lá Dagrún ST við þennan litla bryggjustúf í Djúpuvík.
þess má geta að Lýður er í dag 84 ára gamall og vinnur ennþá við bátinn. sér t.d um að fella net og hefur farið í nokkra róðra
með DAgrúnu HU til þess að leggja netin.
Lýður var heiðraður á sjómannadeginum á Skagaströnd árið 2010. ástamt Sveini Garðarsyni sem meðal annars var á Ingimundi Gamla HU þegar hann sökk árið 2000
Dagrún HU þarna með 7,3 tonn og netin í sér. Mynd af myndbandi sem Guðni tók
Sveinn Garðarson til vinstir og Lýður Hallbertsson til hægri, mynd tekin árið 2010 þegar þeir voru heiðraðir.
Það' er bara ein drottining á Skagströnd. mynd frá Hafnarverðinum á Skagaströnd
Dagrún HU Mynd Vigfús Markússon