Risadagur hjá Guðrúnu Petrínu GK. ,2018

Febrúar þessi mánuður sem fer í bækurnar sem enn versti mánuður í mörg ár varðandi veður til sjósóknar,


Enn undir lokin í febrúar og á síðasta deginum þá var mokveiði hjá mörgum bátanna.  t.d Kára SH sem búið er að fjalla um,

Það var ekki bara Kári SH sem kom með fullfermi því að Halldór Ármansson skipstjóri á Guðrún Petrínu GK lenti líka í mokveiði og náði að koma í land með svipaðan afla og Kári SH

Hann fór út um 5 mílur úr frá Sandgerði með 32 bala.

eftir að hafa dregið aðeins 16 bala þá fóru þeir í land og lönduðu 4,5 tonnum eða 281 kíló á bala

Þeir voru búnir að landa um kl 14 og fóru út aftur með aðra 16 bala.  lögðu þá 

Fóru svo beint í að draga hina 16 balanna sem þeir skildu eftir í sjó og í þá bala fengu þeir 5 tonn,

voru búnir að því um kl 18:30. fóru þá að draga balanna sem þeir fóru með út.

Þeir reyndar slitu tvisar enn komu í land um klukkan hálf tólf.

Í þeim túr þá kom báturinn með 9926 kíló í land og er það á bala um 310 kíló.

Samtals landaði því Guðrún Petrína GK 14,4 tonnum á einum degi í 2 rórðum


Guðrún Petrína GK mynd Jóhann Ragnarsson