Risaferðalag hjá Guðbjörgu GK. ,,2017

Það eru ekki margir bátar á sjó núna þessa daganna.  flestir bátanna og togaranna eru á leið í land með afla.  t.d er Gnúpur GK núna á siglinu frá Vestfjörðum með frosin fisk  og hinn togarinn sem að Þorbjörn í Grindavík á Hrafn SVeinbjarnarsson GK er um 5 tímum á undan honum og er núna þegar þetta er skrifað á siglingu við Snæfellsnes,


báðir þessir togarar eru með afla um borð.

Aftur á móti þá er einn bátur á siglinu núna við Vestfirðina og hann á að baki fjandi langa siglingu,

Línubáturinn Guðbjörg GK er nefnilega að sigla frá Siglufirði og til Suðurnesjanna.  báturinn er gerður út frá Grindavík og annaðhvort fara þeir þangað eða til Sandgerðis.    Þar sem síðueigandi er Sandgerðingur þá að sjálfsögðu vonar hann að Guðbjörg GK komi til Sandgerðis,

Guðbjörg GK fór frá Siglufirði um klukkan 0320. 21.desember og hefur því núna silgt í tæpa 20 klukkustundir, og á eftir sirka 10 tíma stím.  ansi mikið ferðalag. 

Frekar leiðinlegt veður er núna við suðurnesin og á móti og búast má við smá sjógangi hjá þeim á Guðbjörgu GK á þessari löngu siglingu sinni,


Guðbjörg GK mynd Jón Steinar Sæmundsson




Skjamynd af þessari löngu siglingu hjá Guðbjörgu GK