Risagrálúðumánuður í ágúst og hjá bátunum ,2018
það er búið að vera ansi mikil grálúðu veiði hjá þeim netabátum sem hafa einbeitt sér á þeim veiðum,
núna í sumar þá hafa fjórir stórir netabátar verið á þeim veiðum,
Anna EA og Kap II VE sem báðir ísa afla um borð. og þótt að Kap II VE sé með stórt og mikið lestarými þá er bara lítill hluti af lestinni notaður og því er fullfermi hjá Kap II VE ekki nema um 30 tonn,
Hinir eru Kristrún RE og Þórsnes SH sem báðir frysta aflann um borð,
Nýliðin ágúst mánuður var gríðarlega stór mánuður því að allir þessir bátar lönduðu afla og það sem meira er að Anna EA mokveiddi því að aflinn hjá Önnu EA fór í hvorki meira né minna enn 434 tonn í 6 löndunum og mest 122 tonn í einni löndun,
hinir voru líka með góðan afla,
Kap II VE var með 156 tonn í 6 róðrum ,
og síðan frystibátarnir,
Kristrún RE kom með fullfermi 249 tonn í einni löndun ,
og Þórsnes SH var líka með fullfermi eða 226 tonn í einni löndun og alls landaði Þórsnes SH 353 tonnum í 2 rórðum í ágúst,
samtals var því grálúðuaflinn í ágúst 1192 tonn eða tæp 1200 tonn og er þetta mesti grálúðuafli sem fengist hefur á einum mánuði
Anna EA mynd Vigfús Markússon