Risalöndun hjá Málmey SK, ,2017
Núna í maí þá er búið að vera feikilega góð togara veiði hjá togurunum og við sáum frétt um mokveiðina hjá Sóley Sigurjóns GK sem fékk 134 tonn á 36 klukkutímum.
Togarinn Málmey SK kom núna fyrir nokkrum dögum síðan með risalöndun og er þessi löndun stærsta einstaka löndun Málmeyjar SK síðan togarinn fór að veiða sem ísfiskstogari,
Togarinn var ekki nema um 5 daga í túrnum , höfn í höfn og af því þá voru um fjórir og hálfur dagur á veiðum.
Málmey SK kom með 240,7 tonn í land og af því þá var þorskur 224,6 tonn.
þessi risaafli gerir 48 tonn á dag miðað við höfn í höfn.
en milli 50 og 60 tonn á dag ef miðað er við veiðidaganna,
Málmey SK mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson