Risalöndun hjá Atlantic Viking M-68-G,,2017

Alltaf gaman að kíkja til Noregs af og til og sjá hvað er að gerast þar.


Núna fyrir nokkrum dögum síðan þá kom frystittogarinn Atlantic Viking M-68-G til hafnar í Trömso með ansi stóra löndun,

Þessi togari var smíðaður árið 2013 og er um 75 metrar á lengd og 15,4 metrar á lengd.  um borð í honum er 5800 hestafla aðalvél,  Skipið er í eigu Giske Havfiske AS sem er staðsett í Álasundi í Noregi

Togarinn er með ansi mikinn kvóta.  eða alls 10600 tonn af mest af því er þorskur eða 5360 tonn.  
Það sem af er þessu ári þá hefur skipið landað alls um 5869 tonnum og á því heila helling eftir af þessum risakvóta sínum,


Togarinn sem heilfrystir aflann um borð kom með risalöndun núna fyrir nokkrum dögum síðan því að landað var úr skipinu alls 1336 tonnum .  mest af því var þorskur eða 876 tonn og 408 tonn voru af ufsa,


Mynd Magnar Lyngstad