Risalöndun hjá Sólbergi ÓF ,,2017

Það gengur vel hjá stærsta frystitogara Íslendinga.  Sólbergi ÓF.  togarinn kom um miðjan nóvember með ansi stóra löndun eða 1210 tonn af óslægðum fiski,


Sólberg ÓF flakafrystir aflann um borð og er líka með mjölvinnslu þannig að allur aflinn er nýttur um borð og ekkert fer útbyrðis.  

Þessi 1210 tonn fékk togarinn eftir um 33 daga túr eða tæp 37 tonn á dag.  

AF þessum afla þá var þorskur uppistaðan í aflanum eða 855 tonn.

Auk þess þá var Sólberg ÓF með 148,5 tonn af ufsa.  

148 tonn af karfa og 53 tonn af ýsu

eins og sést á frystitogara listanum sem birtist á síðunni núna áðan þá er Sólberg ÓF komið í um 4578 tonn í 6 túrum og er kominn frammúr tveimur skipum sem eru að veiða núna allt árið.  Guðmundur í Nesi RE og Júlíus Geirmundsson ÍS .


Sólberg ÓF mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson