Risamánuður hjá Bárði SH. , 2018
Mars mánuður stærsti netamánuður ársins. og veiði netabátanna er búinn að vera feikilega góð og mokveiði hjá þeim öllum,
Einn af þeim bátum sem hafa fiskað mjög vel er Bárður SH sem hefur náð þeim ótrúlega árangri að ná að veiða yfir 400 tonnin á einum mánuði sem er rosalegur afli á báti sem er ekki nema um 30 tonn að stærð.
Alls hefur Bárður SH landað 411,1 tonni miðað við óslægt. og er þessi aflin fenginn í 37 róðrum. það gerir um 11,1 tonn í róðri.
10 daga af þessum þá var landað tvisar á dag.
Enn ef af ísprósentan er skoðuð þá er breytist þessi tala 411 tonn ansi mikið.
þá er aflinn 480,1 tonn í 37 róðrum eða 13 tonn í róðri.
þarna munar um 69 tonnum .
Þetta er kallað því orði Ísprósenta. Aflinn er settur í kör og iðulega er þetta gert þannig að Ís er settur í körin og síðan sjór og þannig myndað krapa sem er notaður til þess að kæla fiskinn,
Núna í dag er má segja enginn bátur eða togari með sömu ísprósentuna. nema Málmey SK enn þar er enginn ís notaður og því er enginn ísprósenta hjá þeim.
Aftur á móti hjá hinum eins og hjá Bárði SH þá er ansi há ísprósenta minnst 13 % enn mest 23,3 % og er þetta allt miðað við þorskinn,
Engu að síður þá er þetta rosalegur afli hjá Bárði SH 411 tonn eða eitthvað þar yfir um,
Bárður SH mynd Þröstur Albertsson
dagur | Óslægt, Fiskistofa | Með ÍS | Ísprósenta |
1 | 4679 | 5023 | 22,57 |
2 | 8847 | 9046 | 13,3 |
3 | 9865 | 10618 | 21,01 |
4 | 5273 | 5131 | 19,33 |
5 | 4318 | 4627 | 23,29 |
6 | 4125 | 4708 | 23,21 |
7 | 8781 | 9752 | 15,89 |
8 | 14955 | 16572 | 17,02 |
9 | 16126 | 18682 | 17,92 |
9 | 8739 | 9832 | 18,73 |
10 | 8022 | 8605 | 10,92 |
12 | 8631 | 10399 | 19,47 |
12 | 15815 | 18257 | 16,39 |
13 | 7907 | 9836 | 21,34 |
13 | 6205 | 7379 | 18,79 |
14 | 7275 | 8707 | 19,77 |
15 | 13612 | 15334 | 14,71 |
15 | 16925 | 20244 | 19,13 |
16 | 10758 | 12697 | 18,62 |
17 | 19693 | 23045 | 18,8 |
18 | 12318 | 14860 | 20,11 |
18 | 18824 | 21903 | 17,48 |
19 | 16998 | 20210 | 18 |
19 | 17588 | 20698 | 16,31 |
20 | 5188 | 6455 | 21,2 |
20 | 13544 | 16040 | 23,12 |
21 | 13724 | 16657 | 19,51 |
21 | 8332 | 9912 | 18,77 |
22 | 15546 | 18640 | 17,95 |
22 | 4105 | 4653 | 13,18 |
23 | 19296 | 23326 | 17,57 |
24 | 6922 | 8371 | 18,02 |
24 | 14656 | 18041 | 19,24 |
25 | 10329 | 12835 | 19,45 |
26 | 16709 | 19299 | 13,35 |
27 | 13820 | 16237 | 17,14 |
28 | 2733 | 3427 | 22,17 |