Risamánuður hjá Ásdísi ÍS
Nú er nýjasti dragnótalistinn kominn á Aflafrettir og greinilegt er að mokveiði er búið að vera hjá bátunum sem eru að róa á dragnót
við Vestfirðina.
Flestir bátanna hafa landað í Bolungarvík enda núna stefnir í að landað verði í Bolungarvík yfir 2400 tonnum af fiski núna í júni
Togarinn Sirrý ÍS á um 400 tonn af þeim afla en uppistaðan er afli dragnótabátanna,
Þrír helstu bátarnir sem landað hafa í Bolungarvík eru Finnbjörn ÍS sem er kominn með 300 tonn í 15 róðrum eða 20 tonn í róðri,
Þorlákur ÍS sem er með 359 tonní 17 róðrum
bæta má við að Matthías SH er kominn með 113 tonní 6 róðrum sem allt er landað í Bolungarvík
og síðan Ásdís ÍS sem er búinn að eiga risamánuð. því báturinn hefur landað 522 tonn í 20 róðrum eða 26 tonn í róðri.
Alls hafa þessir fjórir bátar landað 1300 tonnum af fiski og auk þeirra hafa nokkrir aðrir dragnótabátar landað afla í Bolungarvík núna í júni
eins og t.d Saxhamar SH, Egill SH og Leynir SH.,
en lítum nánar á þennan risaflafla hjá Ásdísi ÍS
Hérna að neðan sést nánar afla á dag hjá Ásdísi og mánuðurinn byrjaði feikilega vel hjá bátnum því að Ásdís ÍS landaði 138 tonn í fyrst 4 róðrunum sínum
| Dagur | Afli |
| 1 | 34.5 |
| 2 | 31.2 |
| 3 | 29.9 |
| 5 | 42.9 |
| 8 | 33.0 |
| 9 | 39.2 |
| 10 | 28.4 |
| 11 | 30.6 |
| 12 | 14.3 |
| 14 | 19.3 |
| 15 | 15.2 |
| 16 | 10.0 |
| 18 | 25.2 |
| 19 | 26.5 |
| 21 | 39.6 |
| 23 | 32.0 |
| 24 | 26.7 |
| 25 | 20.5 |
| 26 | 23.2 |
nokkuð af kvóta var færður á Ásdís ÍS í júní en þó mest frá Farsæli SH en 200 tonn af þorski komu þaðan

Ásdís ÍS ,mynd Vikari.is