Risamánuður hjá Bárði SH

Eins og kemur fram í fréttinni um hrun í netaveiðum 



Það voru þó 4 netabátar sem náðu yfir 400 tonna afla og af þeim þá voru þrír sem yfir 500 tonni náðu

Kap II VE, Þórsnes SH 

og síðan Bárður SH

Bárður SH átti feikilega góðan febrúar mánuð og þrátt fyrir ömurlega tíð  þá náði áhöfn Bárðs SH að fara í 26 róðra

og samtals var ´Bárður SH með 698,6 tonn  í febrúar sem er um 160 tonnum meiri afli enn þeir voru með í febrúar 2021

þetta gerir um 26,8 tonn í róðri að meðaltali og stærsti róðurinn var 47,8 tonn.

Bárður SH er fyrir löngu búinn með þorskkvóta sinn, enn þorskkvótinn sem hann fékk í febrúar kom að mestu frá tveimur bátum,

346 tonn komu frá Þórsnesi SH og 312 tonn komu frá Jökul ÞH.

verður fróðlegt að sjá hvernig mars mánuðurinn verður, því að árið 2021 þá náði Bárður SH í 1000 tonn í mars 2021

enn allt ræðst þetta af kvótanum.


Bárður SH mynd Vigfús Markússon