Risamánuður hjá Björg EA í október. íslandsmet?? ,2018

Október var gríðarlega góður mánuður hjá ísfiskstogurunum okkar, og þótt að lokalistinn yfir togaranna sé ekki kominn á Aflafrettir þá er búið að reikna hann og komin mynd á hvernig hann var.


Listinn kemur á morgun enn rétt er að greina frá gríðarlegum mánuði sem að áhöfnin á togaranum Björg EA náði í október,

Björg EA sem er síðasti togarinn sem að Samherji lét smíða fyrir sig og fékk afhent átti nefnilega all svakalega stóran mánuð

Björg EA var langaflahæstur togaranna í október og það með ansi miklum afla,

þvi að aflinn var alls 1324,5 tonn í 7 löndunum eða 189 tonn í löndun ,

af þessum afla þá var þorskur 1135 tonn.  

Öllum aflanunm var landað á Akureyri nema 370 tonnum sem landað var á Neskaupstað.  

Flestir túranna voru 5 daga langir og var þá aflinn um 45 til 48 tonn á dag.

STærsta löndun skipsins var 239 tonn eftir 5 dag á veiðum og var aflinn þá um 48 tonn á dag,

Þeir lönduðu einum stuttum túr því þeir komu í land með 87 tonn eftir 2 daga á veiðum eða  um 43,6 tonn á dag,

Það kemur fyrir fyrir að togari nær yfir eitt þúsund tonn á einum mánuði, en að ná yfir 1300 tonn á einum mánuði er fáheyrt

Aflafrettir geta ekki með vissu skrifað að þetta sé íslandsmet því Aflafrettir eiga eftir að skoða betur aflatölur frá því fyrir árið 2000.

en engu að síður þá er þetta mesti  mánaðar afli sem að togari hefur náð frá því að AFlafrettir fór í loftið árið 2006.


Björg EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson