Risamánuður hjá Breka VE. stuttir túrar og mokveiði,2019
Mars mánuðurinn svo til að verða kominn á enda.
hann er búinn að vera mjög stormasamur , allavega gagnvart minni bátunum sem hafa verið að róa við sunnan vert landið.
aftur á móti þá hafa togararnir mokveitt
Dæmi um það er togarinn Breki VE sem núna hefur landað um 1041 tonni í 9 túrum eða um 115 tonn í löndun,
Túrarnir hjá Breka VE hafa allir verið mjög stuttir núna í mars og hefur togarinn verið að veiðum ekki langt frá Vestmanneyjum eða á heimamiðum eins og Eyjamenn myndi kalla,
Besti túrinn hjá Breka VE var ekki nema um 2 daga á veiðum en komið var í land með fullfemri eða 151 tonn sem eru um 75 tonn á dag,
næsti túr á eftir var líka góður því þá var komið í land með 148 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum eða um 49 tonn á dag,
Nýjasti túrinn hjá Breka VE var ekki stór aðeins um 92 tonn en hann var eftir aðeins um einn og hálfan dag á veiðum og gerir það um 61 tonn á dag,
miðað við hversu túrarnir hjá Breka VE hafa verið stuttir núna í mars þá má alvega gera ráð fyrir einni löndu í viðbót hjá þeim á Breka VE,
og þá er þetta bara spurning hvort Breki VE verði aflahæstur í mars, enn auk Breka VE þá eru Björg EA og Drangey SK líka komnir yfir 1000 tonnin,
það má geta þess að togarinn Breki VE sem áður var gerður út frá Vestmannaeyjum og var mikið aflaskip náði oft á sínum aflaferli að komast yfir 1000 tonnin á einum mánuði,
Breki VE mynd tekin um borð í Pál Pálssyni ÍS