Risamánuður hjá Helgu Maríu AK,,2018
ansi góður eða mikið góður togara mánuður að baki þar sem að mars mánuður er liðinn.
11 togarar náðu yfir 600 tonnin og efstur á blaði í mars var togarinn Helga María AK og áhöfn togarans gerði sér lítið fyrir og fór yfir 1000 tonnin í mars.
landaði alls 1020 tonn í 5 túrum eða 204 tonn í túr,
skoðuim aðeins túranna.
fyrsti túrinn var 209,2 tonn þar sem að ufsi var 101 tonn,
Túr númer 2 var 212,2 tonn og aftur var ufsi uppistaðan eða 102 tonn, var þetta eftir 6 daga á veiðum ,
Túr númer 3 var var 213,3 tonn eftir 5 daga á veiðum eða rúm 43 tonn á dag, og aftur var það ufsi sem var uppistaðan eða 113 tonn,
Túr númer 4 var 209,5 tonn og aftur var túrinn 5 daga langur og aflinn yfir 40 tonn á dag. Ufsi var uppistaðan í aflanum eða 109 tonn,.
og síðasti túrinn var 176 tonn eftir fimm daga á veiðum og var ufsi uppistaðan í aflanum eða 97 tonn,
Helga María AK mynd Eirkíkur Jónsson