Risamánuður hjá Kleifabergi RE, 2019



Nú er nýjasti listinn yfir frystitogaranna kominn á blað og þar sést að 3 togarar eru komnir yfir 5000 tonnin,

aflahæsti togarinn núna þegar þetta er skrifað er ekki sá nýjasti heldur elsti frystitogarinn og elsti togarinn á landinu,

Kleifaberg RE, sem núna er kominn með um 5800 tonn afla,

Maí
nýliðinn maí mánuður var einn sá allra besti hjá togaranum á heimamiðum því Kleifaberg RE fór út í lok apríl.  og var alls 34 daga í túrnum þar sem millilandað var tvisvar og lokalöndunum var á Akureyri.  

heildaraflinn var alls 1610 tonn í aðeins 34 daga túr eða 47 tonn á dag.

Ef einungis er horft á veiðidaganna þá eru þeir 30 og er þá aflinn á dag  um 54 tonn á dag.

sem dæmi um mokið þá kom Kleifaberg RE til milllöndunar í Reykjavík 23.maí með 735 tonn sem var aðeins eftir 12 daga á veiðum eða um 61 tonn á dag.  

af þessum afla þá var ufsi ansi mikill því ufsinn var í heildina 945 tonn.

ansi fjölbreytt úrval fisktegunda var í skipinu því þær voru 14 talsins, og þar á meðal nokkrar sem ekki eru í kvóta,

eins og t.d Blágóma um 700 kíló.  var hún hausskorinn og heilfryst.  

Snarphali 52 kíló

og Tindaskata 487 kíló,

Svona mokafli og ná að vinna þetta mikinn afla uppúr sjó á einum mánuði er heljarinnar vinna, því stór hluti af aflanum var flakaður, bæði með og án beins.   

greinilegt er að hörku og samheldin áhöfn er á Kleifaberginu RE til þess að  ná að koma þessu magni í gegnum skipið 

enda geta þeir vel við unað því aflaverðmætið var um 440 milljónir úr þessum risamánuði

Núna er Kleifaberg RE á leið í Barnetshafið





Kleifaberg RE mynd Markús Karl Valsson