Risamánuður hjá Kristinn HU í desember.
Þá er síðasti dagurinn á árinu 2020 runninn upp.
og þessi mánuður desember hefur byrjaði nú frekar illa því miklar og langvarandi brælur gerðu sjómönnum lífið leitt
og var um tíma mjög stífar og miklar norðanáttirþ
Áhöfnin á Kristinn HU lét þessi ógnarveður ekki stoppa sig því þeir réru frá Arnarstapa mest allan desember og þegar mestu
lætin voru í veðrinu og svo til allir í landi þá var áhöfnin á Kristinn SH á sjó en þeir nutu skjóls af fjallgarðinum á Snæfellsnesinu
en það er ekki hægt að segja að þeir hafi verið í einhverri blíðu, síður en svo,
Um borð í bátnum eru 2 jafnvægiskúlur og þær skiptu ansi miklu máli varðandi það að getað róið í þessu
blessaða roki á meðal allir aðrir bátar voru í landi,
en þessi stífa sjósókn bátsins skilaði sér í ansi miklum afla,
Kristinn SH landaði nefnilega um 287 tonnum í 25 róðrum eða 11,5 tonn í róðri,
mesti afli í róðri 18,6 tonn. og munum að báturinn er ekki með beitningavél , heldur með línubala.
hefur báturinn verið að róa með 48 til 60 bala í róðri, en 60 balar eru um 24 þúsund krókar miðað við 400 króka í bala,
Aflaverðmætið var líka feikilega gott hjá bátnum eða alls 108 milljónir króna
og það þýðir meðalverð uppá 376 krónur
Þrátt fyrir þennan metafla þá á báturinn ekki möguleika á að ná því að verða aflahæstur bátanna yfir 21 BT árið 2020
því að bátuirnn var ekki við veiðar um sumarið 2020.
Ég held svo áfram að hvetja ykkur til þess að fara hingað, og láta í ljós ykkar skoðun á hverjir
KRistinn SH mynd Vigfús Markússon