Risamánuður hjá Normu Mary H-110,,2017
Desember er nú ekki stór mánuður varðandi útgerð togaranna, því flestir stóru togaranna hætta veiðum rétt fyrir jólin,
í Noregi þá var mokveiði á þorski hjá nokkrum ísfiskstogurum,
t.d var Gadus Neptun með 778 tonn í 3 túrum og Havtind með 777 tonn líka í þremur túrum,
einn ísfiskstogari mokfiskaði þó og aflaði langmest af ísfiskstogrunum þar. allavega þeir sem aflafrettir.is eru með tölur um ,
Norma Mary H-110 sem er í eigu dótturfélags Samherja á Akureyri á Íslandi aflaði nefnilega yfir 1000 tonnin í des og er skráður í Hull á Bretlandi. þótt að skipið landi þar eiginlega aldrei
nánar tiltekið þá landaði togarinn 1126 tonnum í aðeins fjórum löndunum eða 282 tonn í löndun.
tveir af þessum túrum voru yfir 300 tonn hvor löndun.
Allur aflinn var ísaður um borð og fluttur til vinnslu. sem nánar verður greint frá síðar.
þessum afla landaði togarinn í Hönnigsvog í Noregi.
Ekki gleyma svo að klikka á auglýsingar á ensku síðunni.aflafrettir.com. þá styðið þið við bakið á aflafrettir
Norma Mary H-110 mynd ljósmyndari ókunnur