Risamánuður hjá Ólafi í Noregi. ,,2018

Ömurlegur febrúar mánuður á Íslandi og bátar komust lítið sem ekkert á sjóinn  í það minnsta minni bátarnir,


15 tonna bátarnir í febrúar aflahæsti báturinn þar rétt náði úm 100 tonn og var það Tryggvi Eðvarð SH,

AFtur á móti í Noregi þá eru þar nokkrir bátar sem eru samskonar og Tryggvi Eðvarðs SH og eru þeir á listanum norskir 15 metra bátar.  t.d Daddi,  ÍSbjörn  og Olafur

Ólafur  N-32-Q átti nefnilega risamánuð  því að báturinn landaði 188,2 tonnum í 23 róðrum eða 8,2 tonn í róðri,

Ólafur F Einarsson skipstjóri og eigandi af Ólafi sagði í samtali við Aflafrettir að mjög vel hafi viðrað til sjósóknar í febrúar og mikil ýsuveiði var.  
75% aflanum var ýsa eða um 140 tonn.

Stærsti róðurinn var 12 tonn. enn það átti sér ansi furðulegar skýringar,

Ólafur gerir út með álkör og var búinn að láta sérsmíða álkör í lestina ´bátnum. enn ansi mikið snjóaði og álkörin sem voru geymd við endan á bílaplani lentu undir risastórum skafli.  

því að bílaplanið sem var mokað að öllum snjónum var mokað yfir álkörin og það gerir það að verkum að Ólafur tekur aðeins 12 tonn í lestina, enn Ólafur F Einarsson sagði að hann hefði ekkert laust 


gott dæmi um gríðarlegar gott gengi Ólafs í Noregi í febrúar er það að báturinn var þriðji aflahæsti báturinn á listanum bátar að 15 metrum í Noregi í febrúar og var þar á eftir mun stærri báti eins og Skreigrunn sem er netabátur og Thor-Arild sem er dragnótabátur.  og það sem meira er að Olafur var með meiri afla enn Aldís Lind sem er helmingi stærri bátur enn Ólafur

Ef við setjum Ólaf á íslenska listann  þá hefði hann stungið alla báta af á listanum bátar að 15 BT og líka hefði hann orðið aflahæstur bátanna yfir 15 BT.

Vel gert Ólafarnir tveir.  


Ólafur F-32-TN Mynd frá Ólafi F Einarssyni