Risamánuður hjá Runólfi SH 135,1982
Það verður lítið róið á íslandi um jólin og því mun Aflafrettir koma með nokkra pistla um gamlar aflatölur svo af og til ásamt einu öðru sem verður kynnt nánar seinna.
Förum í smá ferðalag og til ársins 1982. enn ég er að vinna í því.
Á Snæfellsnesinu núna árið 2017 þá er enginn togari gerður út frá höfnum Snæfellsnes. Reyndar eru þrír trollbátar. Farsæll SH. Helgi SH og Hringur SH.
árið 1982 þá voru allvega þrír togarar gerðir út. Már SH og Lárus Sveinson SH í Ólafsvík og í Grundarfirði Runólfur SH. af þessum þremur togurnum þá var Már SH langstærstur þeirra,
Runólfur SH var smíðaður á íslandi nánar tiltekið í Stálvík í Garðabæ. mældist 312 brl að stærð . Var togairnn 47.1 metri á lengd og 9 metrar á breidd.
Þá útgerðartíð sem að togarinn var gerður út þá fiskaði Runólfur SH alltaf mjög vel.
Ágúst mánuður árið 1982 var þó hrikalega góður hjá þeim á Runólfi SH og skal aðeins kíkt á þennan mánuð.
Risamánuður ágúst 1982
Runólfur SH var að mestu að veiðum við vestfirðina og gekk feikilega vel
Hann byrjaði á fullfermis löndun í Bolungarvík snemma í ágúst þegar að Runólfur SH kom með 200,9 tonn í land eftir aðeins 4 daga á veiðum. gerir það um 50 tonn á dag.
í löndun númer 2 þá kom togarinn til Grundarfjarðar og aftur með fullfermi og vel það. því landað var úr togaranum 209.1 tonn og var þessi löndun stærsta löndun Runólf SH árið 1982.
Runólfur SH kom vegna bilunnar til Þingeyrar með 40 tonn eftir einn dag á veiðum.
Biluninn í Runólfi SH var þó ekki það mikil því að þeir komu síðan til Grundarfjarðar með enn eitt fullfermið því að þeir lönduðu í Grundarfirði 201,1 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum og aftur var aflinn yfir 50 tonn á dag
Síðsti túrinn þennan feikilega góða ágúst mánuð var 168,3 tonn,
Eins og sést að ofan þá er þetta feikilega góður mánuður og að hafa náð að landa 200 tonnum þrisvar í þessum mánuði er feikilega gott. skipið alveg kjaftfullt
alls landaði því Runólfur SH 820 tonnum í 5 túrum og var því meðaltali um 164 tonn. Þessi löndun á Þingeyri 40 tonna skekkir doldið meðalaflann.
ef hann er strokaður í burtu þá var aflinn 780 tonn í 4 túrum og meðalaflinn um 190 tonn.
Runólfur SH mynd ÓSkar Frans Óskarsson