Risamánuður hjá Saxhamri SH á netum,2018
Netarallið búið að vera í gangi núna í apríl og hefur veiði bátanna verið nokkuð misjöfn. Hjá Erling KE og Friðriki Sigurðssyni ÁR þá var veiðin minnst. Friðrik Sigurðsson ÁR rétt fór í 130 tonn og Erling KE um 190 tonn. Þorleifur EA veiddi vel fyrir norðan
og það gerði Magnús SH líka sem var með Faxaflóan og Hvanney SF sem var á veiðum fyrir austan,
Saxhamar SH var með Breiðarfjörðin og ´óhætt er að segja að þeir hafi mokveidd á bátnum
því að aflinn hjá Saxhamri SH er komin vel yfir 500 tonnin og er aflinn 545 tonn í 18 róðrum eða 30 tonn í róðri,
Eins og sést í töflunni hérna að neðan þá eru róðrarnir ansi góðir og alls eru þrír róðrar yfir 40 tonnin hver.
Eins og sést þá réru þeir ansi stíft og fóru alls í 11 róðra samfellt og fengu á þeim dögum alls 377 tonn.
Verður fróðlegt að sjá hvernig Hafró metur stærð þorskstofnins útfrá þessum veiðum og sérstaklega hjá Saxhamri SH,
Saxhamar SH net apríl 2018 | |
Dagur | Afli |
3 | 23.088 |
4 | 36.881 |
5 | 40.403 |
6 | 30.586 |
7 | 33.167 |
8 | 36.113 |
9 | 43.943 |
10 | 43.013 |
11 | 37.387 |
12 | 26.644 |
13 | 25.831 |
16 | 14.955 |
17 | 27.203 |
18 | 30.139 |
19 | 22.862 |
20 | 17.613 |
21 | 24.169 |
22 | 30.746 |
Saxhamar SH mynd Vigfús Markússon