risamánuður hjá Snæfelli EA. 1000 tonn,,2017

Aflinn núna í maí hefur verið ansi góður og þá sérstaklega hjá togurnum.


Við höfum séð fréttir um mokveiði bæði hjá Málmey SK og Sóley Sigurjóns GK.

Elsti togari Íslendinga er Snæfell EA sem er smíðaður árið 1968.  Snæfell EA kom reyndar ekki til Íslands  fyrr enn árið 1973 og var hann þá ásamt öðru samskonar skipi keyptur norður af Útgerðarfélagi Akureyrar.  Hinn togarinn fékk nafnið Svalbakur EA.

Í dag þá heitir togarinn eins og áður er komið fram Snæfell EA og togarinn er búinn að vera að mokveiða núna í maí.  svo mikið að þegar þetta er skrifað um borð í Norrænu á leið til íslands og dagurinn er 27. maí þá er líklegt að áhöfnin á Snæfelli ætli sér gríðarlega afla í maí,

Nú þegar er aflinn hjá Snæfelli EA komin í 995 tonn í 6 löndunum eða 215 tonn í löndun.

Af þessum túrum þá hefur Snæfell EA komið þrisvar með 

Fyrst landaði skipið í Grundarfirði 206 tonnum og er þetta nokkuð sérstakt því ekki oft sem að Snæfell EA landar í Grundarfirði,

túr númer fjögur var feikilega góður.  því höfn í höfn þá var togarinn ekki nema 4 daga á sjó enn kom með 224 tonn í land til Hafnarfjarðar og gerir þetta um 56 tonn á dag.

síðast landaði togarinn 22. maí og var þá líka með yfir 200 tonnin,

risamánuður hjá Snæfelli EA er nú þegar orðin og heldur bara áfram að bætast við hann.  ef þeir koma með eina löndun í viðbót áður enn mánuðurinn er á enda


Snæfell EA mynd Markús Karl Valsson