Risamánuður hjá Stakkholti Hf í Ólafsvík.

Ólafsvík á sér langa sögu sem  mikill útgerðarbær og í dag árið 2020 þá er Ólafsvík svo til eini bærin á Íslandi 


þar sem fjöldi einyrkja í útgerð eða sem kalla mætti fjölskylduútgerðir.

það eru ekki margar fiskvinnslur eftir á Ólafsvík, enn árið 1984 þá voru þarna nokkur stór fiskvinnslufyrirtæki t.d Hrói ehf, Hraðfrystihús Ólafsvíkur

og síðan Stakkholt hf.  


Mars mánuður árið 1984 þá var brjálað að gera hjá Stakkholti því þá komu á land í húsið til vinnslu alls 1290 tonn af aðeins 5 bátum.

þeir bátar sem lönduðu afla til Stakkholts voru allt heimabátar,

Halldór Jónsson SH með 95,5 tonn í 11 róðrum og mest 21,7 tonn,

Jói á Nesi SH 267,4 tonní 26 róðrum og mest 28,9 tonn,

Jón Jónsson SH með 287,6 tonn í 25 róðrum og mest 32,3 tonn.

Matthildur SH 315,1 tonn í 26 róðrum og mest 31,1 tonn

og Steinunn SH 324,5 tonn í 25 róðrum og mest 28,7 tonn.

Allir þessir bátar eru farnir í burtu nema Steinunn SH sem er eina sem eftir,


Matthildur SH mynd Hilmar Bragason





Endirinn
því miður þá var saga fyrirtækisins Stakkholts hf ekki löng, því árið 1990 þá var vildu eigendur fyrirtækisins selja það.

og í viðtali við þjóðviljan árið 1990  var sagt " ástæða  þess að forrmálamenn Stakkholts vilja selja og losa sig við fyrirtæki mun vera sú að þeir eru 

orðnir langþreyttir á að standa í því basli sem fylgir því að reka fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki.  "

Minnihlutinn í bæjarstjórn Ólafsvíkur lagði til að bæjarsjóður myndi koma inní rekstur fyrirtækisins og það verði gert að almenningahlutafélagi.

því var hafnað af meirahluta Ólafsvíkur.  

Dæmigert Kvótamál.

 Íbúar Ólafsvíkur voru á þessum tíma mjög uggandi  um stöðuna en 70 manns unnu hjá fyrirtæki bæði á sjó og í verkun og átti fyrirtækið 3 báta 

en  hafði selt einn bát og átti  því 2 báta eftir.   Tilboð hafði þá komið í bátanna frá heimamönnum en óvíst var þá hvort því yrði tekið, 

en þar réðu mestu afleiðingar kvótans sem höfðu raskað öllu verðmæti á bátum og skipum,

p.s ef þið viljið styðja við bakið á þessum grúski mínu þá er hérna infó.  kt:200875-3709  bok 0142-05-1072