Risarækjulöndun hjá Nordtind, 2018
Eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum í Noregi ef ekki það stærsta er Havfisk. Þeir eiga núna 3 nýlega frystitogara sem allir heita Gadus. Gadus Njord, Gadus Neptun og Gadus Posedion. nýjasti togarinn hjá þeim heitir reyndar ekki Gadus, heldur Nordtind.
Þessi togari var smíðaður í Álasundi í Noregi og hóf veiðar núna snemma árs 2018. Skipið kostaði 4,1 milljarð íslenska króna. það er 80,4 metra á lengd og 16,7 metrar á beidd
um borð í skipinu er 6500 hestafla aðalvél.
Togarinn byrjaði árið á því að stunda þorskveiðar en fór í síðasta túr á rækju og óhætt er að segja að sá túr hafi gengið ansi vel , því að Nordtind kom með risalöndun af rækju
því landað var úr skipinu 765 tonnum af frosinni rækju og er þetta án efa með stærri rækjulöndunum sem hafa sést bæði á Íslandi og í Noregi.
Nordtind mynd Trond Refsnes