Risaróðrar hjá Kristinn SH, yfir 60 tonn í 2 róðrum
á þessum tíma þá er oft ansi góð veiði á steinbít á línuna. helst eru það línubátar frá Vestfjörðum sem hitta oft á tíðum ansi vel á hann,
áhöfnin á Kristinn SH sem er balabátur og eini balabáturinn í flokki krókabáta sem er um 30 tonn að stærð
lentu heldur betur í moki núna fyrir nokkrum dögum síðan.
því að í síðustu tveimur róðrum sínum þá hefur Kristinn SH komið með metafla í land.
Kristinn SH rær með bala og þeir hafa beitt loðnu núna í allan apríl og það hefur gert þ að að verkum að
þeir hafa getað lagt sig nokkuð í að veiða steinbítin, en beitningavélabátarnir hafa verið að beita smokk í steinbítinn.
loðna passar mjög illa í beitningavélar.
fyrst kom Kristinn SH með 29,4 tonn í land sem fengust á 60 bala og gerir það 490 kíló á bala,
í næsta túr þá áttu þeir 60 bala í sjó svo að það var bara farið út með 36 bala og planið var að draga 60 bala og skija eftir
36 bala í sjó. enn veðurspáinn var þannig að næstu daga þá átti veðurspáinn að versna og kaupandinn vildi ekki
fá steinbít næstu 2 daga. þannig að ákveðið var að reyna að draga eins marga bala og hægt var á einum sólarhring.
og náðist að draga 78 bala í bátinn og metafla
því að Kristinn SH kom í land með einn mesta afla sem að báturinn hefur komið með í land í einni löndun
því alls var landað úr bátnum 32,3 tonnum á 78 bala og gerir það um 414 kíló á bala,
til að koma aflanum um borð í bátinn þá voru þeir með 8 kör á dekkinu og lestin í bátnum var fyllt alveg upp í lúgu
Samtals í þessum tveimur róðrum þá landaði Kristinn SH því 61,5 tonnum og hérna að neðan má sjá mynd af bátnum með 32 tonn
og til samanburðar mynd af bátnum tómum , enn að sögn þeirra á bátnum þá bar hann aflann mjög vel.
Það má geta þess í sambandi við þessa gríðarstóru róðra að í báðum túrunum þá var veður gótt þó að í seinni túrnum hafi spáinn verið
þannig að veður átti að versna enn Kristinn SH kom í land áður enn veðrið byrjaði, allt gekk vel.
Það má geta þess að árið 2018 þá var skrifuð önnuð frétt um risaróður hjá Kristinn SH en núna bættu þeir það aflamet heldur betur
Kristinn SH með 32 tonn Mynd Hafsteinn Þórarinn Björnsson
Kristinn SH tómur. sést munurinn Mynd frá KRistinn SH
Kristinn SH með 30 tonn Mynd frá Kristinn SH
Allt fullt í bátnum. Mynd Hafsteinn Þórarinn Björnsson