Risaróður hjá Betu GK

Maí mánuður er búinn að vera ansi góður fyrir línubátanna frá Suðurnesjunum.  bátar sem voru í Sandgerði voru að fiska nokkuð vel


enn þó hefur hefur aðalveiðin verið utan við Grindavík, og bátarnir þar hafa komið með fullfermi svo til dag eftir dag

strákarnir á Betu GK lentu heldur betur í mokveiði því þeir fóru út með 13 þúsund króka eða um 31 bala ef það er reiknað þannig

lögðu línuna skammt frá landi og komu í land með smekkfullan bát,

því landað var úr bátnum 18,5 tonn miðað við blautt og er það líkegast um 15 til 16 tonn eftir endurvigtun.  

sú tala var reyndar ekki kominn þegar þetta er skrifuð

ef miðað er við blautt þá er þetta um 596 kíló á bala og það er bara mok og ekkert annað.

er þetta mesta veiði sem að báturinn hefur náð að koma með í einu 

og frábær árangur hjá áhöfninni á Betu GK

en þetta er samt ekki mesti afli sem báturinn hefur náð á einum degi,Myndir Halldór Gústaf Guðmundsson