Risaróður hjá Otur II ÍS .

Nú fer steinbítstíminn að byrja, en steinbíturinn veiðist ansi oft vel á línuna frá sirka miðjum mars og fram í maí,


Hlest eru það bátar frá Vestfjörðum sem hafa fengið stóra róðra af steinbít en hann hefur líka veiðst ansi vel utan við Sandgerði,

Áhöfnin á Otri II ÍS frá Bolungarvík lenti heldur betur í rosalegri steinbítsveislu eða moki núna fyrir helgi

Þorsteinn Elías Sigurðsson sem er skipstjóri á bátnum  hafði áður enn þessi risatúr kom , landað 11,7 tonnum í einnilöndun

hann fór út með 48 bala, en vegna mikilliar veiði þá náði hann aðeins að draga 32 bala

en kom í land með fullan bát eða 15,5 tonn.  það gerir um 484 kíló á bala,

í sjó voru þá eftir 16 balar,

deginum eftir þá fóru þeir út til að draga þessa 16 bala sem Otur II ÍS átti í sjó enn þeir voru með línuna út af Horngrunni,

á þessa 16 bala var heldur betur mok því báturinn kom í land með 10,5 tonn sem gerir 656 kíló á bala.

Samtals gerði því þessi 48 bala túr.  26 tonn eða 542 kíló á bala


Allt fullt á Otri II ÍS  mynd Þorsteinn Elías Sigurðsson


Otur II ÍS mynd Matthías Sveinsson