Risaróður hjá Sleipni ÁR ,2018

Eins og svo oft hefur komið fram hérna á aflafrettir þá var febrúar mánuður mjög slæmur varðandi það að komast á sjóinn sérstaklega fyrir minni bátanna.


Síðast dag febrúars 28. þá loksins gaf á sjóinn og það var mokveiði.  Hérna á Aflafrettir hafa verið birtar fréttir af fullfermi hjá Kára SH.  og Guðrúnu Petrínu GK sem komu báðir sama daga með fullfermi.  

Margir aðrir bátar komu líka með fullfermi sem ekki hefur verið fjallað um ,

enn í Þorlákshöfn þá kom þar bátur sem fullfermi og vel  það,

Stefán Hauksson fór ásamt syni sínu Erlendi Ágúst með 24 bala út á Selvogsbanka sem er í um 15 mílna fjarlægð.  Lentu þeir í hörkumoki og svo miklu að Stefán sagði í samtali við aflafrettir að hann hefði aldrei lent áður í eins miklu moki í 30 ára sögu sinni sem sjómaður og skipstjóri,

Bátur þeirra Sleipnir ÁR var drekkhlaðinn þegar þeir silgdu til Þorlákshafnar því landað var úr bátnum 11,2 tonn miðað við óslægt og eftir endurvigtun.  blautt út bátnum þá var þetta 12,4 tonn.

Þessi mokafli gerir 466 kíló á bala miðað við óslægt,

Allur aflinn fór á markað og var aflaverðmætið 2,5 milljónir króna,

Stefán sagði að blíða hefði verið á miðunum og sléttur sjór.  sagði Stefán að hann hefði aldrei hlaðið bátinn svona hefði veðrið ekki verið svona gott eins og það var þennan dag

Vel gekk að sigla heim með aflann 

Það má geta þess að þessi afli er mesti afli sem þessi bátur 2557 hefur nokkurn tíma komið með að landi frá því hann var smíðaður árið 2005


Sleipnir ÁR að koma í land.  Erlendur þarna á myndinni.  Mynd Dagný Erlendsdóttir

Athugasemd ristjóra Aflafretta

Umræðan um hleðslu báta eða ofhleðslu eins og menn orða það er búinn að vera ansi hávær og meira segja DV sá ástæðu til þess að fjalla sérstaklega um Tryggva Eðvarðs SH. sem að mínu mati var bara verið að skrifa um vegna þess að eigandinn af bátnum er þingmaður.   við vitum öll að Dögg SU hefur oft komið með stóra róðra í land.   Menn hafa farið hamförum í að skrifa niður menn sem gera svona.  og þessi orð koma oft upp. ef þetta hefði gert og kanski og þessháttar.   
semsé búa til slys eða óhöpp þótt þau eigi sér ekki stað.  
að mínu mati þá þurfa menn aðeins að slaka á í að taka menn eða skipstjórendur af lífi þótt menn hlaði bátanna sína.  Skipstjóri einn vegur það og  metur hvernig hlaða skal bát sinn og í sumum tilfellum fara menn 2 ferðir til að sækja aflann.  
Tek það fram að Aflafrettir eru ekki að hvetja til þess að menn hlaði bátanna sína um of.  Enn vegna þess að gagnagrunnur Aflafretta er það stór og góður þá næ ég að fylgjast með hverri einustu löndun allra báta á íslandi og þess vegna get ég fjallað um það hérna á síðunni.  

Öndun með nefinu og verum ekki að æsa okkur eða búa til kanski og ef, því ef hlutirnir ganga vel eins og t.d með Kára SH,  Guðrúnu Petrínu GK, Tryggva Eðvarðs SH og Sleipni ÁR þá þarf ekki að búa til læti útaf því.  

Geri mér grein fyrir því að þessi athugasemd mín muni ekki falla í góðan jarðveg hjá sumum,
kv
Gísli Reynisson
ritstjóri aflafretta