Risaskip Danmerkur. Ruth HG-264 byrjað á makríl, 2018
Makrílveiði hjá á Íslandi hefur aðalega verið bundin við tímabilið frá sirka júní og fram í september,
við Danmörk og suður Noreg þá hefur verið ansi góð og mikil makríl veiði núna í byrjun ársins,
Þótt svo að Danmörk sé kanski ekki stór fiskveiðiþjóð þá eiga þeir ansi stór og öflug uppsjávarskip,
eitt af þeim er Ruth HG-264 sem er svo til glænýtt skip. var smíðað árið 2016 og er gríðarlega stórt. tæpir 88 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd og mælist 3720 tonn.
vélin í Ruth er asni stór eða 6600 hestöfl.
Ruth er skráð í Hirthals í Danmörku,
útgerðin Rederiet Ruth í Hirthals í Danmörku hefur allvega gert út 3 skip sem öll hafa heitið þessu nafnu Ruth HG-264.
Ruth byrjaði árið 2018 á því að veiða makril´og það gekk ansi vel. skipið kom til Egersund í Suður Noregi og landaði þar 2000 tonnum í einni löndun.
Nyja Ruth HG Mynd Jack Hoppe
Gamla Ruth HG Mynd Preben Micheal Rönn Andersen