Risasumar á handfærin hjá Jóhannesi Gunnari GK árið 1982.

í Grindavík hafa í gegnum tíðina mjög margir bátar verið gerðir út, og mjög mikið af nöfnum hafa sést þar,


eitt af þeim nöfnum sem hafa verið í Grindavík er nafnið Jóhannes Gunnar GK.  því það nafn hefur verið á alls  fjórum  bátum,

Fyrst var það á báti sem var fyrst Eldborg GK, og eftir að sá bátur var seldur undir nafninu Jóhannes Gunnar GK

þá fór hann til Sandgerðis og hét þar Sandgerðingur GK,

Jóhannes Gunnar GK sem var númer þrjú er ennþá til því sá bátur heitir í dag Ragnar Alfreðs GK

 Bátur númer 2
Sá bátur sem við ætlum að skoða hérna er Jóhannes Gunnar GK sem var númer 2 í röðinni,

Sá bátur var stálbátur en ekki stór því hann var aðeins 10 brl og var smíðaður í Reykjavík árið 1961.

Mjög erfiðlega gekk að finna mynd af þessum báti en Húsvikingurinn Hafþór Hreiðarsson sem heldur úti ansi flottari 

bátasíðu sem heitir   SKIPAMYNDIR.COM

Átti til mynd af bátnum, en reyndar ekki undir nafninu Jóhannes Gunnar GK heldur undir nafninu Drífa GK 83

 Þó svo að báturinn Jóhannes Gunnar GK þessi hafi verið skráður í Grindavík þá var hann eini báturinn þaðan 

sem stundaði handfæraveiðar á stað sem svo til fáir suðurnesjabátar fóru á.

1982
Báturinn fór nefnilega til Hornafjarðar og stundaði þar handfæraveiðar,

og sumarið 1982 þá var heldur betur mokveiði hjá bátnum svo eftir sé tekið


Jóhannes Gunnar GK fór austur í júní og sá mánuður byrjaði rólega því aflinn var 17,7 tonn í 4 róðrum 

 júlí mánuður var mjög góður, en þá landaði báturinn 49,1 tonn í aðeins 7 róðrum eða 7 tonn í róðri 

 Stóri ágúst mánuðurinn
en ágúst  var heldur betur risamánuður og höfum í huga að bátuirnn var aðeins 10 tonn af stærð.  

þá varð þessi litli bátur í 40 sætið yfir aflahæstu báta á landinu í  ágúst  árið 1982.  þá voru ofar er hann t.d trollbátarnir og nokkrir netabátar,

Jóhannes Gunnar GK landaði nefnilega í  ágúst 67,1 tonn í aðeins 7 róðrum eða 9,6 tonn í róðri,

sem þýðir að báturinn kom drekkhlaðinn í hverjum róðri 

hérna að neðan má sjá róðranna og aflann í hverjum róðri fyrir sig 

Eins og sést þá eru ansi stórir róðrar í júlí og í ágúst, 


Júlí
dagur afli
2 5.3
6 10.0
9 2.8
12 13.1
14 7.8
16 3.1
28 3.7
26 3.4
ágúst
dagur afli
2 10.62
5 3.12
7 9.85
11 11.40
14 11.05
18 10.35
21 9.77
23 0.97

það má svo bæta við að í september þá fór báturinn á línu á Rifi og landaði þar 78 tonnum í 21 róðri,


Jóhannes Gunnar GK, Þarna á mynd Drífa GK.  Mynd Hafþór Hreiðarsson