Risatúr hjá Oddeyrinni EA,,2017

Það er árvisst að íslenskir frystitogarar fara til veiða norður í Barnetshafið.  Þeir sem helst hafa gert það eru Kleifaberg RE.  Gnúpur GK,  Þerney RE, Snæfell EA og Sigurbjörg ÓF .


Oddeyrin EA bættist í þennan hóp og þeir gerðu risatúr núna í síðasta túr sínum þangað norður eftir.

Túrinn hjá þeim á Oddeyrinni EA var alls 40 daga langur, af því þá var sigling 9 dagar.  

á veiðum voru þeir í 31 dag. og gekk vel hjá þeim.

Áhöfnin á skipnu smekkfyllti allt sem hægt að fylla og komu til Akureyrar með 1435,3 tonn.

AF þessum afla þá var þorskur 1227 tonn og ufsi 125 tonn.

þessi afli gerir um 46 tonn á dag.

Áætlað aflaverðmæti var um 330 milljónir króna,

þetta aflaverðmæti er mikil minnkun frá því sem var.  Þór HF kom með fyrir nokkrum árum síðan 1533 tonn í einni löndun eftir ferð í Barnetshafið og var þá aflaverðmætið um 550 milljónir króna.

Engu að síður risatúr hjá þeim á Oddeyrinni EA.

Oddeyrin EA mynd Grétar Þór