Risatúr hjá Sólbergi ÓF í Barnetshafið.


Veiðar í Barnetshafinu hafa oft gengið ansi gott í aðra höndina.  þótt að það séu um 4 daga sigling á miðin og þar með í heildina 8 dagar í siglingu fram og til baka frá Íslandi,

Þeir frystitogarar sem hafa farið í Barnetshafið til veiðar hafa iðulega komið með fullfermi og þá vel yfir 1000 tonn í einni löndun,

Meira segja gamla aflaskipið Kleifaberg RE náði oft vel yfir 1500 tonn í túr, enn þá var millilandað í Noregi.

Stærsti frystitogari Íslands er eins og allir vita Sólberg ÓF og hann fór í Barnetshafið núna í mars og kom til löndunar fyrir nokkru síðan í aprí,,

óhætt er að segja að túrinn hafi gengið vel hjá þeim á Sólberginu ÓF ,

því landað var úr skipinu um 1908,4 tonn og af því þá var þorskur 1711 tonn.

túrinn tók í heildina 38 dagar og af því þá voru 8 dagar í siglingu,

þetta þýðir að veiðidagar voru 30 og var  því aflinn á dag 63,6 tonn á dag sem er ansi gott.

Aflaverðmæti skipsins úr þessum stóra túr er um 700 milljónir króna.

Það má geta þess að þessi túr er svo til svipaður og túrinn árið 2019, enn þá kom togarinn með 1904,7 tonn í land.  úr barnetshafinu


Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson