Risavertíðin 1969. 38 bátar yfir 400 tonn í mars

Vetrarvertíðir!.


á árum áður þá var oft gríðarlega mikill afli sem barst á land af netabátunum bæði í mars og apríl áður enn bæði páskastopp og hrygningarstopp voru sett á.  Þau eru sett á í apríl svo til hvert ár.

Þar sem að ég á gríðarlega mikið magn af aflatölum langt aftur í tímann þá er alltaf gaman að rifja upp með ykkur ævintýralegar staðreyndir um  mokveiði á árum áður, hvort sem það er 2 ár aftur í tímann eða 80.

vertíðin 1969.  enginn gleymir henni
Vertíðin 1969 er mörgum eldri sjómönnum í fersku minni enn algjör mokveiði var þá í mars og apríl mánuði.

sem dæmi um veiðina í mars 1969 þá má nefna þetta

Ótrúlegar tölur
38 bátar náðu að veiða yfir 400 tonnin þennan mánuð og af þeim þá voru það 13 sem yfir 500 tonnin náðu, og af þeim þá voru 4 bátar sem yfir 600 tonnin náðu,

já þetta eru rosalegar tölur.  

Sæbjörg VE var þarna aflahæstur með 687 tonn í aðeins 28 róðrum eða 24,5 tonn í róðri,

Geirfugl GK kom þar á eftir með 643 tonn í 30 róðrum eða 21,4 tonn.

Alberg GK annar bátur frá Grindavík var með 639 tonn í 29 eða 22 tonn í róðri,

og þriðji báturinn frá Grindavík var svo Þórkatla II GK með 609 tonní 30 róðrum,


Og litli báturinn í seinni hluta af mars.
Báturinn sem var þó í sæti númer 16 þennan mánuð vekur kanski hvað mesta athylgi.  þarna var bátur sem var einungis 30 brl að stærð og hét Hólmsteinn II ÁR og var gerður út frá Stokkseyri.  þessi bátur landaði alls 477 tonnum í 28 róðrum eða 17 tonn í róðri,

Mokveiði þennan mánuð kom á tímabilinu 16 til 31 mars og á þeim tíma þá voru margar ævintýralegar aflatölur,

Seinni hlutann þá var t.d Stígandi VE með 477 tonn í aðeins 16 róðrum eða 30 tonn í róðri,

Albert GK í Grindavík var með 400 tonn í 15 róðrum eða 27 tonn í róðri,

Friðrik Sigurðsson ÁR var með 421 tonn í 16 róðrum eða 26,3 tonn í róðri

og litli Hólmsteinn II ÁR mokfiskaði heldur betur því að hann landaði 381 tonn í 16 róðrum eða tæp 24 tonn í róðri.  

það má geta þess að einn af þeim sem réri þarna á Hólmsteini  IIÁR var Gísli V jónsson sem í dag er skipstjóri á Páli Jónssyni GK,


Og til viðbótar má geta þess að ef einungis er horft á þá báta sem yfir 100 tonn lönduði mars þá komu alls á land 73 .þúsund tonn af fiskiHólmsteinn II ÁR mynd birt á síðu Tryggva SigurðssonarHólmsteinn II ÁR mynd Gísli V Jónsson

comments powered by Disqus