Ristjóri Aflafrettir.is í hringferð um Ísland,,2018

Ég hef alltaf doldið gaman af því að lesendur halda að það sé eitthvað lið eða hópur sem stendur á bakvið Aflafrettir


enn nei það er ekki svoleiðis.  Gísli eða ég sé um allt í sambandi við þessa síðu.  ég sé um að reikna norsku bátanna, bátanna í færeyjum.  skrifa allt efni á aflafrettir hvort sem það eru listar, fréttir eða gamlar aflatölur,

þetta er ansi mikill tími sem fer í þetta og er því þetta ekki beint aðalvinnan mín,  í það minnsta tekjulega.

ég er rútubílstjori og núna í dag sumardaginn fyrsta er ég að hefja ansi stóra hringferð um landið okkar,

mun koma við á hinum ýmsum bæjum t.d 
Grundarfjörð,  
Ólafsvík
Blönduós
Sauðárkrók
Dalvík
Ólafsfjörð
Akureyri
Húsavík
Breiðdalsvík
Hornafjörður

mun gista á allavega þremur sjávarútvegsbæjum

Stykkishólmi
Siglufirði
og Borgarfjörður Eystri.

mun hafa með mér myndavélina og vonandi næ ég að taka bryggjurölt á öllum þessum stöðum og henda myndum og fleira hérna inn.

Fer ekkert á milli mála þegar ég er kominn í bæin.  var að fá nýtt skilti í framrúðuna og á því stendur nafnið mitt og www.aflafrettir.is undir,


Set inn mynd hérna afbáti sem er gerður út í Borgarfirði Eystri

Emil NS Mynd Sverrir Aðalsteinsson

Nýja skiltið mitt fína.  Mynd Hrefna Björk Sigurðardóttir