Þristur BA ,2018

Sæbjúguveiði núna í ár er búinn að vera nokkuð góð og miðað við listann sem á Aflafrettir.is þá er Þristur BA aflahæstur bátanna og árið 2017 þá var báturinn næst aflahæstur bátanna með yfir 700 tonna sæbjúguafla.  var rétt á eftir Kletti ÍS 


Báturinn er loksins búinn að fá góðan slipp í Njarðvík og verður að segjast að hann lítur glæsilega út,

Þessi bátur er mikill aflabátur og á ansi glæsilegar aflatölur þann tíma sem hann hefur verið við veiðar við Íslands síðan báturinn var smíðaður í Stykkishólmi árið 1979.

Nokkuð merkilegt er að þessi bátur hefur heitið ansi fáum nöfnum í gegnum tíðina,

þegar hann var smíðaður hét hann Guyllfaxi SH enn var með  því nafni ansi stutt eða í aðeins um 2 ár

þá var hann seldur til Árskógsstrandar og fékk þar nafnið Særún EA 

og var með því nafni í 11 ár þegar að báturinn var seldur til Patreksfjarðar 

þar fékk báturinn nafnið Brimnes BA og var með því nafni í 23 ár,

eftir að báturinn var seldur frá Patreksfirði fékk hann í stuttan tíma nafnið Steinbjörg BA og síðan núverandi nafn 

Þristur BA

Aflatölur um bátinn á ég allar frá upphafi og eins sagt er að ofan þá miðað við að báturinn er aðeins um 84 tonn að stærð þá hefur þessi bátur verið mjög fengsæll öll sín 39 ár á sjó