Þristur BA og Sæfari ÁR ,2018


Það er mikið fjör á sæbjúguveiðunum 

og þegar ég var á Djúpavogi í hringferð síðast með fjölskyldu minni þá lágu þar við höfn tveir sæbjúgubátar sem voru nýkomnir úr slipp í Njarðvík og eins og sést þá eru þeir ansi laglegir þarna nýmálaðir og flottir,
Þristur BA sá rauði og Sæfari ÁR sá blái

Þristur BA sá fremri var aflahæstur eða næstaflahæstur sæbjúgubátanna árið 2017 og fór aflinn hjá honum yfir 700 tonnin.  Klettur ÍS var hærri eftir endurútreikning.

Af stóru sæbjúgubátunum þá Þristur BA eini óyfirbyggði báturinn, hinir eru allir yfirbyggðir,

reyndar eru tveir minni bátar á þeim veiðum.  Ebbi AK og Eyji NK.




Mynd Gísli Reynisson