Rokkarinn KE,2018

Átti leið um Njarðvíkurhöfn og þar blasti við mér nokkur laglegur bátur enn með alveg hrikalega ljótum lit


og nafnið á þessum bátu vægast sagt ansi sérstakt og má segja að nafnið á bátnum eigi sér tengingu við fyrirtækið mitt

jBáturinn heitir Rokkarin KE og fyrirtækið mitt heitir Aflafrettir Rokka ehf

Rokkarinn KE er í eigu fyrirtækis sem heitir Runó ehf og  er með heimilsfang í Njarðvík, 

Enn sem komið er þá hefur Rokkarinn KE ekki landað neinum afla allt þetta ár en eins og sést á myndunum þá er báturinn sérútbúinn til veiða á hrefnu og er annar af tveimur bátum sem er útbúinn þannig,  hinn báturinn er Hrafnreyður KÓ

Rokkarinn KE landaði um 16 tonnum af hrefnu árið 2017.


árið 2016 þá landaði báturinn 31 tonni af hrefnu

Báturinn landaði engum afla árið 2015

en árið 2014 þá um veturinn þá var báturinn gerður út á línu frá Sandgerði og landaði þá 121 tonni í 36 róðrum mest 7,8 tonnum.  hét þá báturinn Hafsteinn SK

Báturinn stundaði hrefnu veiðar um sumarið 2013 og líka sumarið 2012

Báturinn var nokkuið lengi í Stykkishólmi og stundaði þar ´þá meðal annars veiðar á hörpuskelinni.  








Rokkarinn KE myndir Gísli Reynisson