Rólegt í Stykkishólmshöfn,,2018

ansi seint sem maður kom í Stykkishólm.  hótelið ansi vel staðsett og ný myndavél gerir það að verkum að ég næ að mynda útum gluggan á hótelinu,


frekar rólegt hérna, enginn að landa nema að Baldur kom frá Brjánslæk.   Leynir SH og Hannes Andrésson SH báðir hérna inni, sem og Sjöfn SH.  

Núna í apríl þá hefur ansi litlum afla verið landað í Stykkishólmi.  einungis um 65 tonn og það sem vekur athygli við þann afla er að enginn bolfiskur er í þessum 65 tonum,

aðeins tveir bátar hafa landað þessum afla.  Sjöfn SH og Hannes Andrésson SH.  Sjöfn SH á ígulkerjum og Hannes á sæbjúgu  










Myndi Gísli Reynisson