Rósa HU, Rækjuveiðar í ágúst árið 1984. afli og aflaverðmæti
Rækjuveiði núna árið 2024 er varla svipur á sjón miðað við hvernig þetta var fyrir 20 árum , eða 30 árum eða þá 40 árum,
fyrir 40 árum eða árið 1984 þá var fjöldi rækjubáta hátt í 200 yfir allt landið og mikið af þessum bátum voru bátar sem að mestu
voru á innanfjarðarrækjunni víða um landið.
Nokkrir af þessum bátum sem voru á innanfjarðarrækjuni fóru síðan yfir á úthafsrækjuna yfir sumartímann.
og helst voru það stærri bátarnir sem voru á innanfjarðarrækjuveiðunum og ansi margir bátar sem voru með ST skráningu.
Hvammstangi
á Hvammstanga er árið 2024 fyrirtækið Meleyri starfrækt og þessi verksmiðja var líka í rekstri árið 1984
þá voru all margir bátar sem lögðu upp rækju fyrir Meleyri, og þeirra aflahæstir sem lögðu upp rækju hjá Meleyri árið 1984
voru Neisti HU sknr 1547 sem var með 194,3 tonn í 91 róðrum og síðan Rósa HU 295, sem var með 196 tonn í 71 róðri.
Rósa HU
Rósa HU var einn af þessum bátum sem var á veiðum í Húnaflóanum yfir veturinn og fór síðan yfir á úthafsrækjuna yfir sumarið.
ágúst mánuður árið 1984 var nokkuð stór fyrir þennan bát.
Þá landaði Rósa HU samtals 48 tonnum í heildina og af því þá var rækja 33,2 tonn. fiskur var 14,6 tonn
Hérna að neðan má sjá töflu yfir aflan hjá Rósu HU í apríl árið 1984
Dagur | Fisk | Rækja | Samtals |
2.8 | 2.63 | 7.56 | 10.19 |
7.8 | 0.63 | 5.53 | 6.16 |
11.8 | 1.04 | 2.98 | 4.02 |
20.8 | 4.55 | 7.47 | 12.01 |
25.8 | 2.71 | 7.18 | 9.90 |
30.8 | 2.91 | 2.52 | 5.43 |
Aflaverðmætið 1984
á þessum tíma árið 1984 þá var borgað 20 krónur fyrir kílóið af rækju
og heildaraflaverðmætið hjá bátnum var 1 milljón og 88 þúsund krónur árið 1984.
Aflaverðmætið 2024
Uppreiknað til árið 2024, þá þýddi þetta af kílóverðið af rækjunni var 280 krónur
og heildaraflaverðmætið hjá Rósu HU
var 15,25 milljónir króna,
þetta þýðir meðalverð uppá 320 krónur per kíló en inn í þessari tölu er fiskurinn er stór hluti af fiskinum var grálúða
rækjuverðmætið var 9,3 milljónir króna
og fiskurinn 5,9 milljónir króna.
Meðalverð á fiskinum 411 krónur. og þetta verður að teljast ansi gott verð sem að áhöfnin á Rósu HU fékk í ágúst árið 1984.
Rósa HU mynd Birgir Karlsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson