Rosalegir yfirburðir hjá Sunnutindi SU. skipstjórinn Pólskur.
Þá er janúar mánuður árið 2023 liðin og tíðin var mjög góð fyrir bátanna að komast á sjóinn. og veiði línubátanna var þar af leiðandi mjög góð.
Hjá línubátunum undir 30 tonnum þá voru alls fjórir bátar sem yfir 200 tonnin náðu í janúar, en þeir voru reyndar fimm.
Því að Sunnutindur SU sem er 14.9 tonna bátur gerði sér lítið fyrir og varð langaflahæsti báturinn að 21 BT í janúar með 205 tonna afla í 14 róðrum eða 14.6 tonn í róðri.
Þessi rosalegi afli hjá Sunnutindi SU gerði það að verkum að báturinn varð í fimmta sætinu yfir landið hjá línubátuum undir 30 tonn.
Pólskur skipstjóri.
Það vekur ansi mikla athygli varðandi Sunnutind SU að skipstjóri á bátnum er Pólskur og heitir Krzysztof Gutowski. Hefur hann búið með fjölskyldu sinni á Djúpavogi í 17 ár og verið skipstjóri á Sunnutindi SU í fimm ár
Það er ansi mismundandi hvernig skipstjórum gengur að veiða og oft er gott að leita í reynslubanka eldri og reyndari skipstjóra og það hefur Krzysztof gert.
Því að margir hafa komið til hans og bent honum á veiðistaði þar sem getur verið gott að prufa sig á, og með þessar upplýsingar þá hefur Krzysztof haft bakvið sig og prufað sig áfram.
Krzysztof sagði að hann hefði verið mikið í því að prufa nýja veiðistaði og þegar hann gerir það þá leggur hann alla línuna sem hann er með eða 16 þúsund króka
, sem eru sirka 38 balar. Ef veiðin er mjög góð þá leggur hann minna af línunni.
Um borð í bátnum er enginn skiptiáhöfn, þrír pólverjar og einn frá Filipseyjum.
Janúar.2023
Núna í janúar þá má segja að þeir hafi mokveitt á bátnum því að Sunnutindur SU fór alls í 14 róðra í janúar, og var með vel yfir 10 tonn í róðri í 13 róðrum.
Tveir stærstu róðrarnir voru 18.3 tonn og 17,2 tonn.
Krzysztof sagði að í þessum risaróðrum þá var sett í öll kör í bátnum og ofan á körum og síðan í beitukarið og bara fiskur útum allt. Enda eru þetta um 480 kg á bala sirka,
núna í febrúar þá hélt mokið áfram hjá þeim á Sunnutindi SU því að þeir voru með línuna skammt utan við Hornafjörð og eftir að hafa aðeins dregið 20 stokka eða um 7 þúsund króka,
sem eru sirka 16 balar þá kom Sunnutindur SU til Hornafjarðar með 12.6 tonn, og það gerir um 789 kiló á bala.
Fóru svo aftur út og drógu restina af linunni og komu til Djúpavogs með 11.2 tonn sem fengust á 18 stokka eða semsvarar 15 bölum. Þetta gerir um 748 kíló á bala.
Líklega eini á Íslandi
Er Krzysztof eini skipstjórinn sem er Pólskur á landinu?. í það minnsta ef horft er á bátanna sem eru að róa allt árið, þá já líkegar er hann eini Pólski skipstjórinn
Flestir skipstjórar á Íslandi eru Íslenskir og er Krzysztof líkalega eini skipstjórinn á landinu sem er pólskur og honum hefur gengið feikilega vel ,
og má nefna að á árinu 2022 þá landaði Sunnutindur SU alls 880 tonnum í 102 róðrum og var fimmti aflahæsti báturinn að 21 bt það ár.
Allur aflinn af bátnum fer til vinnslu hjá Búlandstindi á Djúpavogi.
Krzysztof sagði að lokum að hann væri ekki einn í þessu, hann væri með góða áhöfn og aðrir skipstjórar hafa verið duglegir í að gefa honum ábendingar og fyrir það væri hann mjög þakklátur fyrir
Engu að síður þá sést að Krzysztof er að vinna ansi vel úr þeim upplýsingum sem hann fær sem skilaði sér í þessum risa janúar mánuði.
Sunnutindur SU með 17 tonn.
Löndun. myndir frá Krzysztof
Krzsztof Gutowski skipstjóri