Rosalegt mok. 154 tonn 2017
ER að renna yfir norska báta og aflatölur af þeim,
Fann einn sem mér langar að deila með ykkur sem er ansi merkilegt.
Þessi bátur heitir Nordsild T-18-I
báturinn er smíðaður árið 2001 og er 27,42 metrar á lengd. og 8,5 metrar á breidd. mælist 348 tonn og er með 999 hestafla vél,
Risakvóti
báturinn er með mjörg góðan kvóta.
alls 2151 tonna bolfiskkvóta og af því þá er ufsakvótinn 1323 tonn og þorskur 700 tonn,
að auki þá er báturinn með 1512 tonna síldarkvóta,
alls er því þessi litli bátur með um 4 þúsund tonna kvóta,
Mokveiði
báturinn er búinn að vera að stunda veiðar á dragnót og hefur verið að landa aflanum ferskum í tönkum sem eru um borð í bátnum og síðastu daganna núna í júlí þá hefur báturinn verið að mokveiða.
því alls hefur báturinn 362 tonn í aðeins 4 róðrum eða 90 tonn í róðri,
svo til allur þessi afli er ufsi,
Drekkhlaðinn eftir EINN dag á veiðum'
stærsti túrinn var algert met því að báturinn kom með í land 154,2 tonn eftir aðeins EINN dag á veiðum og var það allt ufsi sem kom í land,
þessum afla landaði hann hjá North Export sem er staðsett í Gjesvær sem er í norður noregi.,
Nordsild Myn Bjoern Hansen