RSF appið - upplýsingar




RSF Appið – Nýtt app sem tilkynnir afla til fiskmarkaðar og Fiskistofu

RSF Appið er nýleg hugbúnaðarlausn frá Reiknistofu fiskmarkaða hf. sem rekur og þróar í dag

uppboðsvefinn RSF.is. Markmiðið með appinu er að auka við þjónustu viðskiptavina RSF, bæði

fiskmarkaða og seljenda, með einföldun ferla við að skrá afla á markaði.

Í appinu geta sjómenn skráð afla veiðiferða sinna og sent til Fiskistofu eins og lögbundið er. Á sama

tíma geta þeir sent tilkynningu til sinna markaða og meldað aflann inn á uppboð, eitthvað sem í dag

er gert með símtölum eða smáskilaboðum. Appið mun því einfalda bæði skráningu á afla og

samskipti á milli fiskmarkaða og seljenda.

Þróunn
„Undanfarin þrjú ár hefur RSF lagt mikla áherslu á hugbúnaðarþróun og aukningu þjónustuframboðs

á hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveginn. Appið er því mikilvægur hluti af þeirri þróun og mun

einfalda skráningu til muna,“ segir Magnús Stefánsson, verkefnastjóri hjá RSF.

 Fyrir sjómenn og báta
RSF Appið er fyrst og fremst hugsað fyrir seljendur, það er sjómenn og báta. Næstu fyrirhuguðu skref

í þróun á appinu eru viðbætur tengdar skráningum á upplýsingum seljenda, sem í dag eru aðeins

aðgengilegar á vef RSF. Með því getur appið annast alla þjónustu við seljendur sem selja afla sinn hjá

fiskmörkuðum.

Einfalt að skrá sig
Það er einfalt að skrá sig og hefja notkun á appinu. Ef seljandi er nú þegar með aðgang að RSF.is skráir

hann sig einfaldlega inn á sinn reikning með rafrænum skilríkjum og virkjar aðganginn með því að

gerast lykilnotandi. Eftir það er einnig hægt að bæta við fleiri notendum. Því næst er hægt að sækja

appið á App Store eða Google Play, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og hefjast handa. Hægt er

að finna nánari upplýsingar um appið og skoða kennslumyndband með leiðbeiningum inni á vef RSF.

RSF Appið er þróað af Reiknistofu fiskmarkaða og samstarfsaðilum þeirra og eru allir aðilar sammála
um að sérstaklega vel hafi tekist til með þessa nýju lausn.


Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Magnús Stefánsson
420-2000
magnus@rsf.is

Ég set svo inn hérna mynd með , hlutlausa svo þetta verði ekki myndalaus frétt

Agla íS mynd Gísli Reynisson