Rúm 11 þúsund tonn óveidd af þorski
Núna þegar að strandveiðunum er lokið þá er hægt að kíkja nánar á hversu mikill kvóti er eftir af þorski,
heildúthlutum af þorski fiskveiðiárið 2022-2023 var alls 164 þúsund tonn, og til viðbótar því var sérstök úthlutun uppá 4165 tonn.
samtals því rúm 168 þúsund tonn af þorski,
núna þegar um einn og hálfur mánuður er eftir að fiskveiðiárinu
þá hefur verið veitt alls tæp 157 þúsund tonn af þorski.
eftir standa því 11650 tonn. eða tæp 12 þúsund tonn af þorski
Efstu skipin með óveiddan þorskkvóta
þegar litið er á skipin þá kemur í ljós að Björgvin EA á mest af eftir eða 655 tonn.
Kaldbakur EA á eftir 569 tonn
Sólberg ÓF á eftir 534 tonn
Helga María RE 506 tonn.
Akurey RE 481 tonn
Vörður EA 475 tonn, enn hann er 29 metra togari
Björg EA 471 tonn
Frosti ÞH 446 tonn, enn hann er kominn á rækju og ólíklegt að hann nái að klára sinn þorskvóta
Uppsjávarskip
Athygli vekur að tvö uppsjávarskip eiga ansi mikið magn af þorskkvóta eftir, þetta eru Hákon EA sem á 381 tonn eftir óveitt, og
Ásgrímur Halldórsson SF á eftir 340 tonn, en það má geta þess að Ásgrímur Halldórsson SF fékk úthlutað 622 tonna þorskkvóta
bæði Hákon EA og Ásgrímur Halldórsson SF stunda ekki veiðar á þorski,
Netabáturinn Maron GK á eftir 297 tonn af þorski, og mest af því er það sem hefur verið fært yfir á bátinn
Hæsti smábáturinn
Sá smábátur sem á mest óveitt af þorski er Dóri GK sem á eftir 123 tonn af þorski, en báturinn hefur ekkert veitt núna allt þetta fiskveiðiár
heldur hefur kvótinn af Dóra GK verið færður yfir á Margréti GK
Bárður SH á eftir 114 tonn, en það má geta þess að báturinn er sá bátur sem langmest af kvóta hefur verið millifært á. alls 2226 tonn,
Hæstu skipin sem millifært hefur verið kvóta frá.
fjögur skip eru á toppnum yfir þau skip sem hafa verið millifært þorskvóta frá.
Efstur er Björgvin EA en frá honum hafa farið 1333 tonn.
Breki VE frá honum 1329 tonn,
Brynjólfur VE frá honum 1285 tonn, en Brynjólfi VE var lagt og hann er hættur útgerð
Vilhelm Þorsteinsson EA sem er uppsjávarskip að frá honum voru færð 1030 tonn,
Merkilegt er að sjá uppsjávarskipin en þau frá úthlutuðum þorskkvóta þó þeir veiði engan þorsk
til að mynda þá fékk Aðalsteinn Jónsson SU 1326 tonna þorskvóta úthlutað, reyndar voru 989 tonn af því notuð í skipti á loðnu.
Björgvin EA mynd Hálfdán Óskarsson