Rúmlega 600 tonna kvóti seldur frá Erling KE

Það er orðið ansi lítil um stóra báta sem eru gerðir út á netin núna um þessar mundir,

sérstaklega frá Suðurnesjunum.  
Hólmgrímur er með Friðrik Sigurðsson ÁR og síðan er Saltver ehf með Erling KE,

Erling KE hefur reyndar ekki veitt neitt það sem af er þessu fiskveiðiári enda hefur báturinn verið í slippnum í Njarðvík.

Báturinn fékk úhlutað alls um 1693 tonna kvóta og miðast þessi tala ekki við þorskígildi.

Af þessum kvóta hefur núna í haust verið selt töluvert af.

FISK á Sauðárkróki keypti um 490 tonna kvóta af þessu og af því þá voru 300 tonn af ufsa.  og þessi 490 tonn voru öll færð yfir á Drangey SK,

Síðan þá keypti Steinunn ehf í Ólafsvík, sem gerir út Steinunni SH, sem FISK á Sauðárkróki á hlut í.

að það fyrirtækið keypti alls 130 tonna kvóta .  þessar tölur miðast ekki við þorskígildi,

þetta eru tölurverð skipskipti og líklega er verðið á þessum 620 tonna kvóta, sem líklega um 500 tonn miðað við þorskgildi

um 1.5 milljarður kvóta.

eftir stendur núna að Erling KE er aðeins með 988 tonna kvóta óveitt núna þetta fiskveiði ár.  


Erling KE mynd Gísli Reynisson